Fiskréttur með tómatljúfmeti

Rétturinn sem öllum líkar

600 g góður fiskur, má vera hvaða hvítur fiskur sem er, t.d. þorskur, ýsa eða langa

1 laukur

2 hvítlauksrif

3 gulrætur

olía til steikingar

1 dós kirsuberjatómatar (400 g), bæta má ferskum tómötum við ef vill

1 dl matreiðslurjómi

2 msk. tómatpúrra

1 msk. Dijon sinnep

1 msk. hunang  

1 msk. fersk, söxuð steinselja

1 tsk. chiliduft

salt og pipar

Skerið lauk og hvítlauk smátt og gulræturnar í sneiðar. Steikið lauk, hvítlauk og gulrætur í olíu á pönnu og bætið svo tómötum, sinnepi, hungangi, steinselju og matreiðslurjóma á pönnuna og látið malla í 10 mínútur. Skerið fiskinn í bita og bætið honum út í sósuna. Látið fiskinn sjóða í sósunni í 5-6 mínútur. Gott er að bera hrísgrjón og gott brauð fram með þessum rétti. Margir velja frekar kartöflur en hrísgrjón og þær fara líka vel með réttinum.

 

Ritstjórn nóvember 24, 2017 10:57