Fjórða sería The Crown er komin

Þættirnir The Crown hafa sannarlega slegið í gegn og ekki að ástæðulausu. Þeir eru óvenjulega vel gerðir og leiknir. Nú eru búnar þrjár seríur af þáttaröðinni og sú fjórða er frumsýnd á Netflix í dag 15.nóvember. Á vef eftirlaunafólks í Ameríku segir. „ Ef þú hefur haldið að þættirnir sem sýna hugsunarhátt og tilfinningar konungsfjölskyldunnar í Bretlandi gætu ekki orðið betri, bíddu þar til þú sérð drottninguna takast á við flókin ástarmál sonar síns í þeirri fjórðu“. Þar koma við sögu hjákona Karls Bretaprins og Díana prinsessa.

Það verður einnig fróðlegt að fylgjast með samskiptum drottningarinnar og járnfrúarinnar Margareth Thatcher i nýju seríunni.

Því miður er það oft þannig með góðar þáttaraðir að þær byrja vel, en þynnast svo út með árunum, þegar endalaust er haldið áfram að spinna sama þráðinn með sama fólkinu. Þessu er þveröfugt farið með The Crown, enda sanna  þættirnir kannski að raunveruleikinn er meira spennandi en nokkur sjónvarpsþáttur. Það er í það minnsta af nægu að taka, af atburðum úr lífi Elísabetar Englandsdrottningar og hennar nánasta fólks. Lífið í konungsfjölskyldunni er ekki alltaf tekið út með sældinni, þrátt fyrir auð og áhrif.

Ritstjórn nóvember 15, 2020 12:11