Förðun og húðumhirða eftir miðjan aldur

Förðun

Það er ekki sama hvernig við förum að og hvers konar vörur við veljum þegar við förðum okkur eftir miðjan aldur. Húðin misstir teygjanleika sinn með aldrinum, náttúrulegar olíur húðarinnar minnka, hún þynnist, slappast og fínar línur verða meira áberandi.

Áður en konur farða  sig er mikilvægt að undirbúa húðina vel, hreinsa hana og veita henni góðan raka. Að nota léttan farða, ekki mjög þekjandi er eitt af því sem gott er að hafa í huga og leggja áherslu á að húðin sé sem fallegust, vel nærð, með jafnan lit og svolítinn ljóma; að hún sé heilbrigð. Svo þarf líka að muna að drekka nóg vatn og að ganga úti gerir húðinni gott. Það þarf bara að passa að nota sólarvörn, alltaf. Það eru til ýmsar förðunarvörur í dag sem eru fjölhliða, meira en meik eða maskari. Í dag er mikið um að bæði húðvörur og förðunarvörur hafa fjölbreytta virkni og hefur Lancôme verið þar framarlega.

Gott að hafa í huga:

Það eru ýmis efni sem gott er að leita eftir í húðvörum og hér eru dæmi um nokkur þeirra:

C-vítamín – jafnar húðlit og spornar gegn litabreytingum. Veitir vörn gegn óæskilegum umhverfisáhrifum, sem eru þættir sem elda húðina. Þá styður C-vítamín við myndun kollagens í húðinni.

Kollagen – eykur teygjanleika húðar og stinnir hana.

Hýalúronsýra – bindur raka í húðinni og eykur þannig teygjanleika hennar. Hún  dregur úr fínum línum, auk þess sem hún stuðlar að endurnýjum húðfrumna. Hyalúronsýru ætti að bera á raka húð.

Retinól – er form af A-vítamíni sem vinnur vel gegn öldrunareinkennum húðarinnar. Það eykur þéttleika, örvar kollagenframleiðslu, stuðlar að endurnýjun frumna og hefur verndandi áhrif.

Níasínamíð – jafnar húðlit og gefur heilbrigðan ljóma auk þess sem það styrkir varnir húðarinnar og dregur úr áhrifum umhverfis eins og mengunar og sólarskaða á húðina.

Ferúlínsýra – hefur bólgueyðandi áhrif og andoxunaráhrif, ver gegn útfjólubláum geislum sólar. Hún styrkir einnig varnir húðarinnar.

Hreinsun: Nauðsynlegt er að hreinsa húðina til að fjarlægja dauðar húðfrumur og einnig til að krem og serum komist betur inn í húðina. Fyrir þroskaða húð er mælt með mildum hreinsi og það eru til margvíslegir slíkir sem gera húðinni gott um leið og þeir hreinsa hana. Fáið ráð hjá snyrtifræðingi í næstu verslun.

Serum

Rénergie H.C.F Triple Serum frá Lancôme er serum með fjölhliða virkni. Það inniheldur hýalúronsýru, C-vítamín, níasínamíð og ferúlínsýru; allt efni sem vinna gegn öldrun húðarinnar, jafna húðlit, grynnka hrukkur og stuðla að heilbrigðri húð.

Midnight Recovery Concentrate frá Kiehls er næturserum sem er stútfullt af virkum náttúrulegum olíum en þær eru mjög góðar gegn þurrki og veðrabrigðum. Olíurnar líkjast þeim sem eru náttúrulegar í húðinni en serumið gegnur mjög fljótt inn í húðina. Það gefur jafnari áferð, örvar endurnýjun húðarinnar og hefur fyrirbyggjandi áhrif á öldrun hennar.

Advanced Night Repair frá Estée Lauder er næturserum sem eykur teygjanleika húðar, þéttir og jafnar húðlit, veitir raka og ljóma og vörn gegn andoxunarefnum. Það má líka detja dropa út í meikið til að auka ljóma.

Hægt er að fá góð serum bæði í apótekum, t.d frá Nivea, Vicy, Ordinary, La Roche-Posay og Eucerin, og snyrtivörudeildum sem innihalda t.d. hýalúronsýru eða önnur góð efni til að mæta öldrun húðarinnar. Leitið ráða hjá starfsfólki.

Andlitskrem: 

Fyrst og fremst þarf þroskuð húð góðan raka sem hægt er að fá úr rakakremi, serumi eða rakamöskum. Rakakrem gera húðina unglegri, gefa henni ljóma, hjálpa til við endurnýjun frumna og vernda gegn óæskilegum umhverfisþáttum eins og mengun sem elda húðina. Svo þarf líka að muna að drekka nóg af vatni. Strax um 25 ára aldurinn fer húðin að missa teygjanleika sinn og því er áríðandi að konur noti góðan raka upp úr miðjum aldri. Gott rakamikið andlitskrem er nauðsynlegt að eiga og við getum mælt með þeim nokkrum, t.d.:

Kiels ultra facial cream er 24 stunda krem uppáhald förðunarfræðinga. Ultra Facial-kremið frá Kiehl´s er algjör rakabomba, en létt og gengur fljótt og vel inn í húðina og verndar hana. Það inniheldur smáar sameindir hýalúronsýru sem gerir það að verkum að þær smjúga vel inn í húðina og binda því vel raka í henni. Kremið er einnig verndandi gengn veðrabreytingum, kulda og þurrki. Fæst í Hagkaup.

ChitoCare anti-aging day cream er nýtt krem sem mjög rakagefandi, eykur ljóma, grynnkar fínar línur og er andoxandi. Það inniheldur lífvirka efnið kítosan sem myndar eins konar filmu á húðinni og verndar hana. Vörurnar frá ChitoCare eru íslenskar og margverðlaunaðar.

Farðagrunnar (primer): 

Sumir förðunarfræðingar myndu segja að farðagrunnur (primer) væri það mikilvægasta þegar kemur að förðun. Hann gerir yfirborð húðarinnar sléttara, fyllir í húðholur, grynnkar hrukkur og hjálpar farðanum við að sitja lengi á húðinni. Auk þess getur farðagrunnur gefið fallega áferð og jafnað húðlit þannig að það er gott að eiga einn í sínum fórum en þeir eru margir til með mismunandi eiginleika.

Farðagrunnar sem slétta og gefa góða þekju. Þeir fylla upp í grunnar hrukkur og húðholur. Sem dæmi má nefna farðagrun frá Sensai, Chanel, Photo Finish Smooth & Blur frá Smashbox en það merki er með mismunandi farðagrunna eftir því hvað konur sækjast efir, að jafna húðlit eða annað. Estée Lauder – The Smoother Universal Perfecting Primer  er farðagrunnur sem gefur ljóma.

Farði:

Þegar húðin er orðin þroskuð á alls ekki að nota vel þekjandi farða. Legðu áherslu á jafnan húðlit og fallega áferð. Þekjandi farði sest í hrukkur en gott er að nota farða með hlýjum undirtóni og góðan farðagrunn (primer). Margir farðar innihalda serum og hafa húðbætandi eiginleika, þá má fá frá L´Oréal, Dior, Clarins o.fl. merkjum. Slíkir farðar eru þunnfljótandi.

Þá er gott að nota CC-krem en þau eru sömuleiðis með húðbætandi efnum og þarf ekki að setja krem undir, en margar konur kjósa að gera slíkt, setja serum eða krem fyrst. Þessi krem gefa frísklegt útlit og henta konum sem ekki vilja setja of mikinn tíma í förðun eða farða sig lítið. Þá er einnig hægt að fá fljótandi perlugljáa frá Chanel, Les beiges fluide enluminineur Belle mine, og setja dropa út í meikið.  Svo má setja dropa af olíu út í en einnig er hægt að blanda smávegis af rakakremi eða primer við meikið til að fá léttari áferð.

Púður

Mælt er frekar með að nota laust púður og bara þar sem nauðsynlegt er. Púður sest gjarnan í fínar línur og gefur mattara og lífminna útlit. Mörg púður eru þó mjög góð og innihalda fínar agnir t.d. silki eins og púður frá Sensai og púðrið frá It-Cosmetic jafnar húðlit. Einnig er hægt að fá mjög gott fast púður t.d. frá Chanel, Les Beiges Poudre, sem kom á markað í fyrra og gefur einstaklega fallega og létta náttúrulega áferð, það er ekki hægt að merkja að notað sé púður. Sömu sögu er að segja með fast púður frá La Mer en þa´er nóg að nota púðurkvasta og dumpa á þá staði þar sem þú vilt.

Varir

Gott er að nota varalitablýant áður en varalitur er borinn á, þannig helst varaliturinn betur og lengur á vörunum auk þess sem varirnar þynnast með árunum og þá er gott að draga þær fram með varalitablýanti. Chanel er með mjúka varalitablýanta o.fl. merki sem eru auðveldir í notkun. Mælt er með að nota bjartan varalit því hann dregur fram augn- og húðlit. Lancôme selur varaliti sem innihalda næringu fyrir varirnar fyrir þær sem vilja.

Augabrúnir

Þegar aldurinn færist yfir er gott að forðast að hafa augabrúnirnar of dökkar. Það gertur gert svipinn hvassari og elt konur. Notið gráa og brúnleita tóna, ekki svarta og notið lit sem er í líkum lit og hárið. Með tímanum þynnast augabrúnirnar og þá er gott að nota augnháraserum sem er mjög gott fyrir þær. Slíkt fæst frá ýmsum merkjum. Ariana Grande og Lancôme.

Augu

Húðin á augnsvæðinu er viðkvæm og þynnist með árunum og því sjálfsagt gott að huga að þessu svæði. Því ber að forðast t.a.m. að nota augnlínupenna (eyeliner) en mælt er með að nota ljósa augnskugga, þeir lýsa upp augnsvæðið. Augnskuggablýantar eru auðveldir í notkun og koma í fallegum jarðlitum sem ættu líka að henta. Þeir fást t.d. frá Lancôme og Bobbi Brown. Konur á þessu aldursskeiði geta notað matta eða augnskugga með ljóma í. Það er úrelt klisja að þær eigi ekki að nota slíka.

Við mælum með:

Génifique Yeux frá Lancôme kælandi serum en það styrkir augnhár og augnsvæðið og veitir því bjartara yfirbragð.

ChitoCare Anti-Aging Eye Cream sem hefur þrefalda virkni, stinnir, eykur raka og teygjanleika og minnkar hrukkur, bauga og þrota. Það er auðugt af andoxunarefnum, kítósani og hýalúronsýru og lýsir upp augnsvæðið, inniheldur góðgerla sem er nýjasta undraefnið í snyrtivöruheiminum. Kælandi og gott.

Creamy Eye Treatment, avocado-augnkremið, frá Kiehls er líka mjög gott, það þéttir, dregur úr fínum línum og pokum undir augum auk þess að styrkja varnir húðarinnar og lýsa augnsvæðið.

Kinnalitir og sólarpúður

Konur sem eru komnar yfir miðjan aldur og þar yfir ættu að nota kinnalit ef þær kjósa. Kinnalitur gefur líf í andlit. En ekki ofgera. Kremaðir kinnalitir og sólarpúður eru yfirleitt náttúrulegri og fallegri en þeir sem eru í púðurformi.

Ragnheiður Linnet blaðamaður skrifar fyrir Lifðu núna.

Ritstjórn mars 29, 2024 07:00