Leikkonan Ali MacGraw hættir að lita á sér hárið

Leikkonan Ali MacGraw sem margir minnast úr myndinni vinsælu  Love Story, er orðin gráhærð 75 ára gömul. „Og kominn tími til“, segir hún. Hún vaknaði upp á 75 ára afmælisdaginn og hugsaði allt í einu. „Nú er nóg komið“. Ali segir að mörgum þyki örugglega sem hún sé orðin galin, að hafa ákveðið að hætta að lita á sér hárið, en hún hafi einfaldlega ekki getað losnað við þá tilfinningu að hún ætti að gera það. Ali MacGraw býr ekki lengur í heimi fræga fólksins í Hollywood heldur í bænum Santa Fe. Hún segir að þar umgangist hún þroskaðar og hrífandi konur, sem fagni því að vera eins og Guð skapaði þær. Það gerði að verkum að henni fannst óhætt að vera með sinn náttúrulega háralit. „Ég hugsaði bara segir Ali „Fjandinn hafi það, ég ætla að minnsta kosti að sjá hvernig það lítur út. Það var hallærislegt í smá tíma, en núna finnst mér það æðislegt“.

Ritstjórn september 25, 2014 16:33