Tengdar greinar

Friðarjóga í Viðey

Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir jógakennari og hljóðlistakona leiðir hressandi jógagöngu og hugleiðslu fyrir friði í Viðey þriðjudagskvöldið 28. júní kl. 19:30.

Gerðar verða mjúkar og liðkandi jógaæfingar og öndunaræfingar undir beru loft og endað með hugleiðslu fyrir frið við Friðarsúluna og endurnærandi slökun undir heilandi tónum gongsins.

Þátttakendur eru beðnir um að koma klæddir eftir veðri, í góðum skóm og með vatn í flösku. Annað þarf ekki að taka með sér. Fólk á öllum aldri er velkomið og ekki er nauðsynlegt að hafa þekkingu á jóga.

Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir er reyndur jógakennari og kennir börnum jafnt sem fullorðnum.

Siglt verður stundvíslega frá Skarfabakka kl. 19:15. Gjald í ferjuna fram og til baka eru 1.950 kr. fyrir fullorðna og 975 kr. fyrir börn 7 – 17 ára í fylgd fullorðinna. Börn 6 ára og yngri sigla frítt. Við minnum á að handhafar Menningarkorts Reykjavíkur fá 10% afslátt í Viðeyjarferjuna og handhafar Gestakortsins (Citycard.is) sigla frítt.

Viðey er hluti af Borgarsögusafni Reykjavíkur – Eitt safn á fimm frábærum stöðum.

Friðarsúlan í Viðey

 

Ritstjórn júní 27, 2022 15:35