Árdegisverður um helgi

Árdegisverður er orð sem notað hefur verið fyrir enska orðið brunch. Þetta er morgunverður með hádegisverðarívafi og vel til þess fallinn að útbúa um helgar þegar fjölskyldan er í fríi og hefur tíma til að sitja og spjalla yfir léttum réttum. Hér erum við með franska réttinn Quiche Lorraine og aðlögum hann svolítið. Þessi réttur er geysilega góður og fellur flestum í geð.

AÐLAGAÐ QUICHE LORRAINE

4 egg + 2 eggjarauður

300 ml matreiðslurjómi

sal og pipar

Öllu hrært vel sman.

Botn:

180 g hveiti

90 g smjör

2 egg

2 msk. kalt vatn

Hnoðið hráefnunum saman og setjið deigið í fysti í hálftíma. Má gerast daginn áður. Látið þiðna aðeins og fletjið út. Setjið deigið í eldfast mót.

 

Fylling:

1 lítið bréf beikon, beikonstrimlarnir steiktir í ofni og brotnir í bita

1 bolli rifinn cheddar ostur

1 brokkólíhöfuð

1 paprika, skorin í bita

1 laukur, skorinn í bita

 

Í þennan rétt má setja hvaða grænmeti sem er auk beikonsins og má nefna sætar kartöflur, chili, steinseljurót sem dæmi.

Hellið rjómablöndunni yfir botninn með fyllingunni og bakið við 180°C í 30 til 35 mín.

Berið fram með chilisultu frá Flóra.

 

KÚRBÍTSSTRIMLAR

1/2 kúbítur, skorinn til helminga eftir endilöngu og hvor helmingur skorinn í u.þ.b. 5 strimla

1 egg

150 g brauðmylsna

50 g rifinn parmesanostur

salt og pipar

Blandið öllu saman. Veltið kúrbítsstrimlunum upp úr þeyttu eggi og síðan upp úr brauðmylsnunni sem blandað hefur verið saman við rifna parmesanostinn. Bakið við 180°C í 15 til 20 mín.

 

PÖNNUKÖKUR MEÐ BEIKONI OG SÍRÓPI

Búið til pönnukökudeig eða kaupið tilbúið deig, t.d. frá Maizena.

Hellið deiginu á pönnu og látið steikt beikon á deigið og þrýstið því ofan í og steikið báðum megin. Berið síróp fram með fyrir þá sem vilja. Bláber skreyta þenna rétt og eru afskaplega ljúffeng með.

Nota má góða skinku í stað beikons í pönnukökurnar ef vill. Mörgum  finnst hráskinkan mjög góð eða hvaða skinka sem er í uppáhaldi.

 

 

 

 

 

Ritstjórn október 6, 2017 13:29