Frittata með sveppum

Frittata er ítalska og orðið er dregið af orðinu friggere sem þýðir steiktur. Rétturinn svipar til ýmissa annarra eggjarétt, helst opinnar og nokkur atriði ber að hafa í huga við gerð frittata:

Blanda skal grænmetinu saman við eggin sem hafa verið hrærð vel með þeytara. Blandan er elduð yfir lágum hita í 15 mínútur eða þar til botninn er orðinn stífur en miðjan enn blaut. Í lokin er hitinn hækkaður vel eða pannan sett undir grillið í ofninum þar til eggjablandan hefur brúnast svolítið. Þessi baka er með mikið af sveppum en bæta má alls konar grænmeti saman við ef vill.

400 g sveppir

2 msk. olía

nýmalaður pipar

salt

8 egg

100 g rifinn ostur

hnefafylli af spínati.

Grófsaxið sveppina og látið þá krauma í olíu á pönnu ið vægan hita í um 10 mínútur. Kryddið með salti og pipar.  Brjótið eggin í skál og kryddið með salti og pipar. Takið svolítið af ostinum og sveppunum frá til að setja yfir í lokin. Látið olíu á pönnu og hitið á lægstu stillingu. Látið spínatið þar í og svo sveppa- og eggjablönduna yfir. Látið eggjablönduna vera óhreyfða á pönnunni þar til hún verður næstum stíf. Hitið á meðan grillið í ofninum og dreifið sveppunum og ostinum, sem tekið var frá, yfir og látið undir grilliið þar til osturinn hefur bráðnað. Berið fram strax með góðu brauði og salati.

Ritstjórn maí 14, 2022 11:26