Hætta störfum hjá JMJ á Akureyri eftir 48 ára samstarf

Þeir Ragnar Sverrisson og Sigþór Bjarnason eða „Raggi og Dandi“, eins og þeir eru kallaðir, létu af störfum hjá herrafataversluninni JMJ um áramótin. Ragnar eftir 51 ár, en Sigþór eftir 48 ár. Herradeild JMJ er ein elsta verslunin á Akureyri. Hún var stofnuð árið 1956 af Jóni M. Jónssyni tengdaföður Ragnars Sverrissonar, sem tók svo við búðinni af honum. „Nú er þriðja kynslóðin tekin við“, segir Ragnar, en börnin hans eignast nú verslunina og synir hans taka við rekstrinum. Sjálfur er hann í fullu fjöri og segist hlakka til að ganga á fjöll á hverjum degi og gera allt sem honum sýnist“.  Sjónvarpsstöðin N4 á Akureyri  ræddi við þá félaga Ragga og Danda í tilefni þessara tímamóta, en á þessum 48 árum sem þeir unnu saman rifust þeir aðeins einu sinni!  Sjá viðtalið hér.

 

 

 

 

 

Ritstjórn janúar 6, 2017 12:20