Hálf öld í boltanum

 

„Það er ekki hættulegt fyrir menn að vera í fótbolta þó þeir séu komnir yfir miðjan aldur það er að segja ef þeir eru í góðu líkamlegu formi,“ segir Örn Guðmundsson í KR en hann hefur spilað fótbolta í fimmtíu ár eða frá því hann var sjö ára. Hann segir að allir séu velkomnir í klúbbinn en það sé þó betra að menn sem hafi góðan grunn í knattspyrnu.

KR varð íslandsmeistari 50 ára og eldri í fótbolta í sumar. Örn segir að keppnisskapið minnki ekki með árunum nema síður sé. Allir sigrar séu bæði sætir og skemmtilegir.En til að ná langt sama á hvaða aldri menn eru þarf að æfa og það er æft nokkuð stíft.

Gengur á fjöll og spilar golf

Örn

Örn Guðmundsson

„Yfir vetrartímann æfum við tvisvar í vikur en sjaldnar yfir sumarið enda erum við þá að spila í Íslandsmeistaramótinu auk þess sem menn eru að sinna öðrum íþróttum, margir eru í veiði og í ferðalögum vítt og breitt,“ segir hann.

En karlaklúbburinn spilar ekki bara fótbolta þeir koma saman og horfa á flesta stórleiki , halda þorrablót, ganga um fjöll og firnindi og efna til hjólreiðaferða á Þingvöll.

Örn segir að með árunum fjölgi áhugamálunum enda hafi fólk meiri tíma til að sinna þeim, enda börnin orðin fullorðin og löngu farin að heiman. Fjölskyldan sé vön því að hann sé í fótboltanum, konan hans styðji þetta áhugamál og börnin stundi fótbolta.

Sjálfur segist hann auk þess að leika fótbolta, spila golf, stunda hjólreiðar, ganga á fjöll og ýmsislegt annað skemmtilegt.

Ritstjórn nóvember 14, 2014 10:05