Ef tilhugsunin um að fara í ræktina gerir þig örmagna þá eru þetta gleðifréttir fyrir þig. Ný viðamikil rannsókn hefur leitt í ljós að það hefur jafn góð áhrif á heilsuna að fara í ræktina, út að ganga og að vinna heimilis- eða garðverk. Samkvæmt nýrri rannsókn hverrar niðurstöður voru nýlega birtar á vefnum aarp.org leiða í ljós að heimilisstörf geta verið jafn áhrifarík fyrir líkamlega hreysti og hlaup eða ræktarfeðir. Þetta gildir sér í lagi þegar kemur að því að draga úr líkum á hjartasjúkdómum og ótímabærum dauðdaga.
Það voru kanadískir vísindamenn sem stóðu að rannsókninni. Þeir fylgdu eftir 130 þúsund manns í 17 löndum, fólki sem bjó við misjöfn kjör og efnahag. Rannsóknin spannaði sjö ár. Hún hófst árið 2003 og henni lauk árið 2010. Samkvæmt niðurstöðum hennar minnkuðu þeir sem hreyfðu sig í þrjátíu mínútur á dag fimm daga vikunnar áhættuna á ótímabærum dauðdaga um 28 prósent og líknurnar á að hjartasjúkdómum minnkuðu um fimmtung.
Öll hreyfing er til góðs sama hvort fólk tekur á því í ræktinni, gengur rösklega, ryksugar, skrúbbar gólf eða reytir arfa, segir Scott Lear einn af aðstandendum rannsóknarinnar.
Á aarp.org er einnig greint frá annari bandarískri rannsókn um jákvæð áhrif hreyfingar. Í henni tóku þátt 1500 eldri konur. Þær sem hreyfðu í 40 mínútur eða meira á dag reyndust átta árum yngri líkamlega en fæðingardagur þeirra gaf til kynna. Þær sem hreyfðu sig voru margfalt heilsuhraustari en konurnar sem eyddu lögnum stundum í tölvunni eða fyrir framan sjónvarpið.