Í lok ágústmánðar í ár var frumsýnd á Netflix kvikmynd gerð eftir bók Richards Osmans, The Thursday Murder Club. Aðdáendur bókanna og klúbbsins biðu spenntir, enda engin smástirni í aðalhlutverkunum, Helen Mirren leikur Elizabeth, Celia Imrie er Joyce, Ben Kingsley Ibrahim og Pierce Brosnan Ron. Þau hafa öll farið víða undanfarnar vikur kynnt myndinni og margt komið til umræðu sem kemur verulega á óvart.

Helen Mirren að skála í Helen Fucking Mirren.
Þar á meðal upplýstist að í borginni New Orleans er vinsæll bar, Pal’s Lounge, og þar er hægt að fá kokteilinn Helen Fucking Mirren. Drykkurinn sá er blanda af Darjeeling líkjör, Earl Grey te, vodka, sítrónu, habanero-pipar og hunangi. Hlutföllin í drykknum fást ekki uppgefin. En aðspurð um þennan eðaldrykk í viðtali á breskri sjónvarpsstöð sagði Helen Mirren en barinn hafi verið í eigu stjúpsonar síns, Rio Hackford.
Það voru barþjónar hans, Laura Walch og Charla Zot sem settu drykkinn saman en vantaði nafn á hann. Þau veltu á milli sín mögulegum nöfnum en voru sammála um að þetta væri bragðmikill, fjörlegur kokteill og breskur í eðli sínu vegna tesins og telíkjörsins og þar sem þau voru sammála um að líflegasti Breti sem þau þekktu væri Dame Helen Mirren varð að ráði að drykkurinn fékk þetta nafn.

Í hlutverki Elizabethar í kvikmyndinni, The Thursday Murder Club.
Ætlaði aldrei að giftast en giftist samt
Rio Hackford lést árið 2022 úr sjaldgæfu augnkrabbameini, uveal melanoma. Hann var leikari og leikstjóri, eins og pabbi hans Taylor Hackford. Hann og Helen kynntust þegar hann leikstýrði henni í kvikmyndinni, White Nights. Þeirra fyrstu kynni lofuðu alls ekki góðu því hann lét hana bíða lengi eftir sér þegar hún mætti í prufutöku fyrir myndina og hann hefur sagt að móttökurnar hafi verið vægast sagt kuldalegar þegar hann loks mætti. En honum tókst að bræða hana og árið 1997 gengu þau í hjónaband þótt Helen hafi margoft lýst því yfir að hún hygðist alls ekki gifta sig, nokkurn tíma. Þau búa á búgarði í Nevada skammt frá Lake Tahoe en Helen heimsækir New Orleans minnst einu sinni á ári.
Hún fer þangað gjarnan þegar árleg jazz og menningararfleifðarhátíðin stendur yfir í borginni og þá heimsækir hún ævinlega Pal’s Lounge og fær sér væntanlega einn Helen Fucking Mirren áður en hún heldur heim. Helen og Taylor bjuggu um tíma í franska hverfinu í borginni sem hlotið hefur gælunafnið, The Big Easy. Hún segist strax hafa heillast af andanum þar og líkir New Orleans við Feneyjar.
„Það eina sem ég gat sagt var, ég ætla að deyja hér,“ segir hún í viðtali við bandaríska miðilinn Takeout. „Það er sama andrúmsloft þar og í Feneyjum sem einkennist af hrörnun og rómantík. Yfir mig kemur einhver hæg ljúfmennska í hvert sinn sem ég kem þangað.“And that same decadent, romantic, slow sweetness comes over me every time I return.“
Og svo virðist að Helen hafi líka haft sín áhrif á borgina því Helen Fucking Mirren er vinsæll drykkur og það hlýtur að vera til marks um að fólk hafi hlotið varanlegan sess á stjörnuhimninum þegar það hefur ekki bara hampað fjórum Óskarsverðlaunastyttum heldur heitir kokteill í höfuðið á viðkomandi.
Steingerður Steinarsdóttir ritstjóri Lifðu núna skrifar.