Kjúklingaleggir fyrir alla

10 kjúklingaleggir

75 g gráðaostur

50 g rjómaostur

1/2 dl hakkaðar valhnetur

valhnetur til skrauts

salt og svartur pipar

Stillið ofninn á 200 gráður C. Setjið kjúklingaleggina í smurt, eldfast mót. Kryddið með salti og pipar. Blandið saman gráðaosti, rjómaosti og hökkuðum valhnetum. Troðið hluta af ostamaukinu undir húðina á leggjunum og setjið afganginn ofan á. Steikið leggina síðan í 30-40 mínútur. Skreytið með valhnetum og basilblöðum ef vill.