Kornflexkökur

Eru barnabörnin að koma í heimsókn um helgina. Ef svo er þá er alveg gráupplagt að gera þessa kornflexkökuuppskrift með þeim. Flest börn og líka fullorðnir elska þessar kökur og það góða er að það tekur enga stund að gera þær. Uppskriftina fundum við á vef Heilsumömmunnar sjá hér. Við getum lofað því að þessar kökur svíkja engan.

  • 100 gr 70 % súkkulaði
  • 100 gr appelsínu súkkulaði
  • 3 msk kókosolía
  • 3 msk hlynsýróp
  • ca. 9 dl kornflex  (Heilsumamman segist nota korflex frá Sollu en í raun og veru er hægt að nota hvaða kornflex sem er.)

Aðferð:

  1. Bræðið súkkulaðið við vægan hita og bætið kókosolíunni og hlynsýrópinu út í.
  2. Blandið kornflexinu saman við.
  3. Setjið í muffins form og kælið.
Ritstjórn nóvember 9, 2018 06:15