Kvennaráð eftir Sellu Páls

Leik­skáldið og rit­höf­und­ur­inn Sella Páls hef­ur lifað viðburðaríku lífi, alltaf með ann­an fót­inn á Íslandi en hefur dvalið löngum stundum í Bandaríkjunum. Hún hef­ur átt og rekið veit­ingastaði vest­an­hafs, fram­leitt feiki­vin­sæla söng­leiki sem gengu árum sam­an í New York og fleiri borg­um, átt net­fyr­ir­tæki, verið ráðgjafi hjá SÁÁ, skrifað og sett upp leik­rit hér og þar, gert heim­ild­ar­mynd og nú er verið að leiklesa verk eftir hana í Hannesarholti sem heitir Kvennaráð í leikstjórn Sveins Einarssonar. Verkið verður leiklesið fimmtudaginn 22. febrúar kl. 20 og sunnudaginn 25. febrúar kl. 16.

Leikritið Kvennaráð fjallar um Þorgerði, áttræða ekkju sem var stoð og stytta áhrifamikils manns í fimmtíu ár og nú vill hún breyta til. Samband hennar við einkadótturina, forstjórann Birnu, er þvingað vegna tengdasonarins sem ekkjan grunar um græsku. Er ekkjan fer að taka á eigin málum bregst Birna illa við og ásakar hina víetnömsku heimilishjálp Kim um samsæri. En þegar Birna þarf a glíma við örðugar aðstæður koma móðir hennar og Kim henni á óvart.

Ritstjórn febrúar 21, 2018 13:22