Lambaskankar á páskum

4 lambaskankar

2 laukar, skornir í sneiðar

8 stórir sveppir, skornir í sneiðar

4 beikonsneiðar í 2 sm sneiðum

10 tímíanstilkar

nýmalaður, svartur pipar

dl rauðvín

2 msk. rauðvínsedik

dl olía

8 arkir álpappír, 40 sm langar

Blandið öllu vel saman og látið kjötið liggja í kryddleginum í kæli í sólarhring. Snúið kjötinu af og til í leginum. Leggið tvær álpappírsarkir saman, setjið skankana ofan á ásamt beikoni, laug, sveppum og kryddi. Hellið því næst víninu, edikinu og olíunni yfir ot rúllið álpappírnum utan um skankana þannig að það verði loftþétt. Grillið á meðalheitu grilli eða í meðalheitum ofni í 50 mínútur. Snúið skönkunum af og til. Klippið eða skerið álpappírinn utan af skönkunum og eldið þá áfram í 10 mínútur til viðbótar og þá eru þeir tilbúnir. Berið fram með bökuðum kartöflum og grilluðu grænmeti og sveppasósu ef vill en kjötsoðið af skönkunum er frábær soðsósa með.