Unaðslegir munnbitar í góða veðrinu í sumar

Botn:

3 eggjahvítur

2 dl sykur

2 1/2 dl salthnetur

20 Ritz kexköur, muldar

1/2 tsk. lyftiduft

Stífþeytið eggjahvítur og setjið sykurinn saman við. Þeytið áfram, bvlandið öðru hráefni saman við með sleif og bakið í hringformi við 150°C í u.þ.b. 40 mín.

Krem:

3 eggjarauður

60 g flórsykur

100 g súkkulaði

50 g smjör

Þeytið eggjarauðurnar vel saman við fljórsykurinn. Bræðið súkkulaðið með smjöriniu og kælið svolítið. Þeytið svo saman við eggjablönduna og hellið yfir kalda kökuna. Skerið t.d. í fallega tígla og raðið á disk.

 

Ritstjórn júní 12, 2020 11:25