Lykillinn að góðri beinheilsu

Það þarf sterk bein til að þola fall, sterk bein bæta líkamsstöðuna og vernda mikilvæg líffæri. Beinmassinn nær fullum þroska um tvítugt en eftir fimmtugt fara beinin að rýrna. Rétt mataræði og hreyfing er lykillinn að góðri beinheilsu.

Rétt næring 

Á vefnum aarp.org er að finna nokkur ráð til að viðhalda beinmassanum. Það fyrsta er gamalkunnugt en það er að drekka mjólk. Í henni er að  finna góðan forða af kalki og vítamínum. Kalk og D vítamín vernda beinin en marga skortir þessi efni.  Karlar þurfa um 1000 milligrömm af kalki á dag og konur 1200 milligrömm. Ráðlagður dagskammtur af D vítamíni er 600 til 800 alþjóðlegar einingar. Það getur verið erfitt að fá allt það D vítamín sem fólk þarf úr mat, fólk ætti að skoða hvort það þarf viðbótarskammt af D vítamíni úr fæðubótaefnum eða með því að taka það í töfluformi.

Enga kóladrykki

Í örðu lagi er fólki ráðlagt að sleppa kóladrykkjum. Rannsóknir sem gerðar hafa verið benda til þess að konur sem drekka kóladrykki daglega hafi minni beinþéttni en þær sem drekka kóladrykki endrum og eins.  Vísindamenn telja að fosfórsýra sem gosdrykkirnir innihalda komi í veg fyrir að beinin nái að taka til sín kalk úr fæðu.

Regluleg hreyfing

Þriðja ráðið er að stunda hreyfingu. Regluleg hreyfing stuðlar að því að beinþéttingu og beinin verða sterkari. „Því meira álag sem er á beinin því betra“ segir læknirinn  Michael Lewiecki, forstöðumaður New Mexico Clinical Research & Osteoporosis Center. Endurteknar rannsóknir sýna að íþróttamenn hafa 35 prósent hærra steinefnainnihald í beinum en aðrir. Jafnvel einfaldar athafnir eins og að ganga upp og niður stiga styrkja bein og vöðva, bæta jafnvægi og draga þar með úr hættu á falli. Stefndu að að minsta kosti 30 mínútna daglegri hreyfingu fimm til sjö daga í viku til að styrka beinin.

Beinin rýrna 

Bein allra rýrna eftir fimmtugt en hjá konum eykst beinþynning eftir tíðahvörf og framleiðsla líkamans á hormónum sem vernda beinin minnkar. „Konur geta tapað allt að 5 prósent  af beinmassanum  fyrstu árin eftir tíðahvörf“ segir Dr. Lewiecki og bætir við að þeir sem hafa beinbrotnað ættu að láta mæla beinþéttni.

Ritstjórn maí 13, 2015 15:37