Eyjar eftir Gróu Finnsdóttur er saga af samskiptum mæðgna, hjónabandi sem er í raun lokið en hangir enn að síður saman og hvernig ástin getur óvænt kviknað og enst þrátt fyrir aðskilnað.
Móðirin hefur söguna og segir frá söknuði og sorg sinni vegna þess að hún hefur misst hið nána samband sem var milli hennar og dóttur hennar. Hún hefur ákveðið að gera úrslitatilraun til að nálgast hana og í þeim tilgangi sett saman sögu fjölskyldunnar og sent henni. Þar er margt áhugavert, baskneskur forfaðir, ástríðufullar ástir en að þessu er bara ýjað og lesandinn fær ekki að kynnast þeim.
Sagan sögð ýmist frá sjónarhorni móðurinnar, Katrínar eða dótturinnar Magdalenu. Það er eiginlega helsti galli hennar því þær mæðgur eru einfaldlega of líkar til að lesandinn geri greinarmun á frásagnarröddum þeirra. Að öðru leyti er þetta notaleg fjölskyldusaga þar sem allt fer vel að lokum.
Steingerður Steinarsdóttir ritstjóri Lifðu núna skrifar.