Reykjavíkurborg leitar að þátttakendum í rannsókn

Reykjavíkurborg leitar eftir samstarfi við borgarana vegna verkefnisins AMIGOS verið er að leita að þátttakendum í rannsókn sem greina mun umferðaröryggi- og upplifun. Þátttakendur eiga færi á að vinna gjafabréf að verðmæti 75.000 kr. Um er að ræða verkefni fullstyrkt af Evrópsku framkvæmdarstjórninni og telur 28 þátttökuaðila í 16 löndum. Verkefnið snýr að torgum og samgöngumiðstöðvum með því markmiði að bæta umferðaröryggi, gera fólki auðveldara að nota grænar og virkar samgöngur, og að gera svæðin aðgengileg öllum hópum samfélagsins. Til stendur að rannsaka þarfir notenda og hvernig best sé að mæta þeim. Svæðið sem horft er til í íslenska hluta rannsóknarinnar er Hlemmur og nágrenni, en vitneskjan sem fæst úr rannsókninni mun verða nýtt  víðar í borginni.

Það er mikilvægt fyrir rannsakendur að fá sem fjölbreyttastan hóp til að svara hvað varðar aðgengisþarfir og  fararmáta til að geta fengið skýra mynd af þörfum allra mögulegra notenda slíkra svæða þar með talið þarfir aldraðra. Í kjölfarið verður fólki boðið að hlaða niður forriti sem rekur ferðir og fararmáta þess um höfuðborgarsvæðið. Nú í vor og fram á haust skipuleggja rannsakendur síðan svokölluð samsköpunarverkstæði (e. co-creation workshops) þar sem  farið verður dýpra í notendaupplifun með hjálp tækni og leikja. Rannsóknin er hluti af samstarfsverkefni 28 aðila víðs vegar um Evrópu. Markmið verkefnisins er að finna öruggar og sjálfbærar lausnir í samgöngumálum sem skilja engin útundan (t.d. aldrað fólk, fatlað fólk og ungmenni). Í þessum hluta rannsóknarinnar er fólki boðin þátttaka í könnun sem rýnir í ferðahegðun á höfuðborgarsvæðinu og vali á fararmáta. Í kjölfar þess er þátttakendum boðið að hlaða niður appi í símann sinn til að skrásetja hreyfingu um höfuðborgarsvæðið. Könnunin er aðeins einn hluti af viðamiklu verkefni, en nánari upplýsingar um rannsóknina má finna á hér: https://reykjavik.is/atvinnulif-rannsoknir-og-borgarthroun/amigoshttps://reykjavik.is/atvinnulif-rannsoknir-og-borgarthroun/amigos.

Ritstjórn apríl 12, 2024 13:24