Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra hefur ekki áform um að innleiða nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna tannlæknakostnaðar örorku- og ellilífeyrisþega sambærilegt greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga fyrir börn, þetta kemur fram í svari ráðherrans á Alþingi við fyrirspurn Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, Samfylkingu.
Í svarinu má lesa að þátttaka ríkisins í tannlæknakostnaði ellilífeyrisþega hefur stöðugt lækkað frá árinu 2005. Það ár samsvaraði greiðsluþátttaka sjúkratrygginga vegna beggja hópa um 57% af verði tannlækna. Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga hefur lækkað hlutfallslega frá því ári og nam að meðaltali um þriðjungi af verði tannlækna árið 2014. Á meðfylgjandi töflu má sjá hvernig greiðslurnar hafa stiglækkað síðastliðin ár.