Skerðingar vegna atvinnutekna aukast

Björgvin Guðmundsson

Björgvin Guðmundsson

Björgvin Guðmundsson skrifar

Grái herinn berst meðal annars fyrir því að auðveldara verði fyrir eldri borgara sem orðnir eru 67 ára að vinna lengur ef heilsa og vilji leyfir. En nýja frumvarpið um almannatryggingar greiðir ekki fyrir því. Skerðingar vegna atvinnutekna munu aukast, fari tekjur yfir 50 þúsund krónur á mánuði, ef nýja frvumvarpið verður að lögum.

Hér fer á eftir tafla,sem sýnir hvað skerðingar lífeyris almannatrygginga aukast aukast mikið vegna atvinnutekna,ef nýtt frumvarp um almannatryggingar nær fram að ganga.

( Fyrst eru nefndar atvinnutekjurnar og í aftari dálki aukin skerðing)

100 þúsund kr.“8.324″ kr.
150 þúsund kr “ 14.515 “ kr.
250 þúsund kr “ 17.363 „kr.
300 þúsund kr “ 18.787 „kr.
350 þúsund kr “ 20.211 „kr.
400 þúsund kr “ 36.902 „kr.

Hér er fjallað um ellilífeyrisþega sem býr einn.

Sem dæmi má nefna,að sá,sem er með 200 þúsund króna atvinnutekjur mun fá 141.902 krónur í skerðingu. Síðan kemur skattlagning og ef til vill einhver kostnaður. Það væri lítill hagnaður fyrir eldri borgara að afla 200 þúsund króna atvinnutekna. Það er þarna verið að refsa eldri borgaranum fyrir að vinna.

 

 

 

 

Ritstjórn júlí 6, 2016 09:01