Tengdar greinar

Sólbrún án sólar

Það eru margar tegundir á markaðnum af brúnkukemrum. Þau eru misdýr og misjöfn að gæðum.

Það eru margar tegundir á markaðnum af brúnkukemrum. Þau eru misdýr og misjöfn að gæðum.

Sólböð geta flýtt verulega fyrir ótímabærri öldrun húðarinnar auk þess sem þau auka líkurnar á húðkrabbameini. Sé fólk í sól  ætti það að venja sig á að nota góða sólvörn, líka í skýjuðu veðri þar sem 30 til 50 prósent útfjólublárra geisla sólarinnar ná í gefnum skýin. Brúnn húðlitur, einkum á sumrin þykir mörgum eftirsóknarverður. Til að öðlast hann án þess að skaða húðina er gott að nota brúnkukrem. Margir hafa prófað að nota slík krem með misjöfnum árangri oftast vegna þess að undirbúningurinn hefur ekki verið nægilega góður. Það þarf að gera sér tíma og æfingin skapar meistarann í þessu sem öðru. Áður en brúnkukrem er borið á líkamann er gott að nota nota húðskrúbb til að fjarlægja dauðar húðfrumu og bera rakakrem á líkamann. Notið  feitt krem á olnboga, hné og á aðra þá staði þar sem húðin er mjög þurr. Það er gott að gera þetta nokkrum klukkutímum áður en brúnkukremið er borið á húðina.

Það er til fjöldi brúnkukrema þau eru misjafnlega litsterk og fljótvirk. Áður en hafist er handa hugið þá að nöglunum, bæði á tám og fingum. Lakkið þær eða notið vaselín svo liturinn festist ekki í nöglunum. Það þarf að bera kremið á með hönskum annars verða lófarnir kaffibrúnir. Gott er að bera kremið á með hringlaga hreyfingum frá fótleggjum upp að andliti. Passið að kremið þorni vel áður en farið er í föt. Brúnkukrem eru misjöfn að gæðum og verðið er afar mismunandi, eða allt frá nokkur hundruð krónum upp í tíuþúsund. Algengt verð er hins vegar í kringum 2000 krónur.

Á Youtube er fjöldi myndbanda um hvernig best sé að bera á sig brúnkukrem. Hér er eitt af þeim, það hefur þann kost að það er auðvelt að fylgja leiðbeiningunum sem þar koma fram. Svo er bara að gefa sér tíma og innan skamms brýst brúnkan fram.

Ritstjórn júní 8, 2015 09:18