Þorskur er einn allra besti matfiskur sem völ er á. Svo er hann líka svo hollur. Þessa uppskrift fundum við á síðunni Fiskur í matinn en það er Norðanfiskur sem heldur henni úti. Það er Leifur Kolbeinsson yfirmatreiðslumeistari á Marshall veitingahúsi sem er höfundur uppskriftarinnar. En það sem tilþarf í þennan rétt er:
800 gr þorskur
1 laukur, afhýddur og grófsaxaður
3 hvítlauksgeirar
3 msk kapers
150 ml hvítvín (má nota vatn og safa úr ½ sítrónu.)
700 gr ókryddaðir tómatar í dós
80 gr. ólífur
1 knippi steinselja
Ólífuolía
Salt og pipar
Steikið laukinn í potti í nokkrar mínútur, bætið þá hvítlauknum, kapersinu, hvítvíninu, tómötum og ólífunum saman við og eldið í u.þ.b. 20 mín.
Smakkið til með salti og pipar og bætið söxuðu steinseljunni saman við. Steikið þorskinn í 3 mín. á hvorri hlið og berið fram.