Kynning

Svo gæfusöm að vinnan er jafnframt áhugamálið

Við þekkjum hana ansi mörg undir nafninu Lóló en fullu nafni heitir hún Matthildur Rósenkranz Guðmundsdóttir. Lóló er ein af þeim sem nýtur þess að hreyfa sig og hún hefur sagt að sjö ára vissi hún að hún vildi verða íþróttakennari. Við það stóð hún og hefur þjálfað fólk á margvíslegan hátt frá því hún lauk námi. Um þessar mundir kennir hún pilates og sinnir einkaþjálfun í World Class í Laugum en er líka fararstjóri hjá Úrval Útsýn og skipuleggur þar notalegar sólarlandaferðir sem líka snúast um hreyfingu og heilsurækt.

Þú ert íþróttakennari og flestir þekkja þig af því að vera nánast alltaf á hreyfingu. En þú ert líka fararstjóri og hægt að gera ráð fyrir að í þínum ferðum sé ekki alltaf kyrrstaða. Er heppilegt að sameina ferðalög og líkamsrækt?
„Hreyfing er til alls góðs. Í mínum ferðum er alls kyns hreyfing í boði svo allir ættu að geta fundið eitthvað við hæfi,“ segir hún. „Það er alltaf gott og hollt að hreyfa sig og þá skiptir ekki máli hvar við erum. Það er t.d. ekkert dásamlegra en að fara í gönguferð meðfram sjónum í heitu loftslagi og eða einfaldar æfingar og teygjur, nú eða að fá sér sundsprett.
Allt þetta gerir bara gott og gerir ferðalagið enn betra. Við eru alltaf betur í stakk búin fyrir daginn ef við tökum smá hreyfingu að morgni. En mikilvægast er að jafnvægi sé á næringu hreyfingu og hvíld. Við þurfum góðan svefn góða næringu og svo hreyfingu til að ná bestu líðan sem hægt er að hugsa sér. Hver vill ekki vera þar?“

Í ferðunum leggur hún áherslu á göngur, slökun, teygjur, sund og pilates þjálfun. Sjálf stundaði Lóló sund sem keppnisíþrótt og átti fyrsta Íslandsmet sem sett var í Laugardalslaug í 100 m baksundi en það var sett á vígslumóti laugarinnar sem var landskeppni við Danmörku. Hún hefur líka kennt sund og margir eiga henni að þakka góða tækni í skriðsundi og þónokkur ungbörn kynntust sundi fyrst undir handleiðslu hennar. Það er bæði öryggi og ánægja í að vita af svo reyndri manneskju á sundlaugarbakkanum á ferðlagi utanlands. En hvert ferðu næst? „Næsta ferð hjá mér verður í september fyrir Úrval Útsýn og til Puerto La Cruise sem er á norðurhluta eyjunnar fögru Tenerife. Ég hlakka mikið til að fara með hóp þangað og kynna þennan draumastað fyrir fólki.“

Allir geta bætt líðan sína með hreyfingu

Margir finna fyrir vöðvaverkum og stirðleika í liðum þegar aldurinn færist yfir og kaldir vetur og svöl sumur hjálpa sannarlega ekki. Lóló segir það megi að hluta til skýra með hreyfingarleysi og að allir geti bætt líðan sína með meiri hreyfingu. Hún er á leið til Tenerife en á hún sér uppáhaldsstað þar eða annars staðar í heiminum? „Það eru nokkrir staðir í uppáhaldi hjá mér og einn af þeim er klárlega Puerto La Cruise.Fegurðin og andrúmsloftið er magnað,“ segir Lóló.

Þú kýst að vinna þótt þú gætir verið hætt og farin að njóta eftirlaunaáranna. Hvers vegna?„Ég er þeirrar gæfu aðnjótandi að mitt helsta áhugamál sem er hreyfing er mitt ævistarf.
Þar af leiðandi er engin ástæða til að hætta því ég geri fátt skemmtilegra en að hjálpa fólki til að líða betur líkamlega og andlega.“

Áttu einhver góð ráð handa þeim sem vilja ferðast og rækta heilsuna jafnframt?
„Sannarlega er gaman að ferðast og enn meira gaman að rækta líkama og sál í leiðinni. Að anda að sér deginum í léttum æfingum og teygjum gerir daginn miklu betri. Það er ærið framboð hjá Úrval Útsýn af ferðum sem innihalda hreyfingu og hvet ég fólk til að skoða þann kost,“ segir hún að lokum.