Þegar hárið þynnist með aldrinum

Hárlos er hvimleitt og eykst oft með aldrinum þannig að hárið þynnist. Genin hafa mikið að segja um það hvernig hárið er, sumir hafa þykkt hár en aðrir þunnt. En bæði konur og karlar missa hár þegar aldurinn færist yfir, hormónastarfssemin breytist og hárið með. Karlar finna yfirleitt meira fyrir þessu, enda verða þeir sköllóttir margir hverjir.  En margar konur upplifa líka að hárið þynnist verulega með árunum.

Ásta Bjatrmarz

Ýmislegt hægt að gera við hárlosi

Ásta Bjartmarz eigandi Beautybar í Kringlunni kannst við þetta vandamál og ráðleggur ákveðna meðferð. Það skiptir að hennar sögn, miklu máli fyrir bæði konur og karla að nota réttar hárvörur. Ef konur hafi fíngert hár, eða hár sem sé farið að þynnast, passi ekki endilega sama sjampó fyrir alla. „Við reynum að finna hárvörur fyrir hvern einstakling út frá hans hárgerð og þeim vandamálum sem hann stendur frammi fyrir. Ég myndi segja að til að fá sem mest út úr meðferðinni þurfi fólk að nota bæði  sjampó og dropa til að örva hárvöxtinn og draga úr hárlosi. Það er einnig til gel í sömu meðferðarlínu sem er borið í hársvörðinn og hámarkar árangur meðferðarinnar sem tekur yfirleitt 6 vikur“.

Hár vinarins eftir meðferð

Hár vinarins fyrir meðferð

Mjög vinsælt fyrir þá sem glíma við hárlos og hármissi

Það eru líka til efni sem gera hárið umfangsmeira. Ásta tók 48 ára manninn sinn í hár örvunarmeðferð og fljótt bættist vinur hans 46 ára við  – og hún sendi vefnum fyrir og eftir myndir af þeim báðum sem birtar eru hér með greininni.   Hún segir að þegar hárið verði gisið „gluggi“ oft í hnakkann eða hársvörðinn á fólki þar sem mesta þynningin á sér stað.  Þá sé til spray, duft og púður sem er hægt að setja í hársvörðinn.  „Þegar þú sérð ekki húðina í hársverðinum sjálfum lítur hárið út fyrir að vera þykkara. Þessi efni setjast á hárstráið sjálft og í hársvörðinn og haldast þar vel, þannig að hárið lítur út fyrir að vera meira. Þetta er mjög vinsælt fyrir bæði dömur og herra sem glíma við hárlos og hármissi. Yfirleitt finnst mér karlmenn vera feimnari að fá ráðleggingar og hjálp varðandi hárið, en það hefur þó verið að snúast við síðustu árin“, segir Ásta.

Hár eiginmanns Ástu fyrir og eftir. Myndirnar teknar með 10 daga millibili, en meðferðin er 6 vikur

Sérsniðnar lausnir fyrir hvern og einn

Hún segir líka að það eigi ekki allir jafn auðvelt með að ganga inní verslun og ræða vandamálin sem þeir glíma við varðandi hárið. „Fólki finnst þetta stundum feimnismál, en það er það ekki, það glíma nær allir undantekningalaust við einhver vandamál. En ef fólk vill það frekar, getur það sent okkur myndir í tölvupósti og við veitum þá ráðleggingar sem eru sniðnar að hverjum og einum. Við erum ekki með staðlað svar sem allir fá. Við upplifum stundum að einhver vill kaupa sjampó í flottum umbúðum,  af því að góð vinkona gerði það. En það þarf ekki að henta öðrum, sem hefur allt aðra hárgerð. Við leggjum mikla áherslu á persónulega og lausnamiðaða þjónustu og hjálpum til við að velja og viljum að okkar viðskiptavinir upplifi lausnina á sínum hár vandamálum, fari heim með vörur sem henta, leysi vandamálin og upplifi: Vá þetta er málið fyrir mig“, segir Ásta

Gríðarlegt úrval hárefna

Hjá Beautybar er hægt að velja úr yfir 5000 hárvörutegundum. „Ég held að við séum með nánast öll vörumerki sem eru seld á Íslandi“, segir Ásta. Á vefsíðu fyrirtækisins  www.beautybar.is er að finna ákveðna flokka, þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þeir geta smellt á það vandamál sem hrjáir þá og fá þá upp þær vörur sem henta.

 

 

 

Ritstjórn ágúst 25, 2022 07:00