Björgvin Guðmundsson skrifar
Athuga þarf núna hvort stjórnarflokkarnir eru búnir að efna kosningaloforðin,sem þeir gáfu öldruðum og öryrkjum fyrir alþingiskosningarnar 2013.Ef alþingismenn vilja komast i vinnu hjá okkur áfram þarf að athuga hvernig þeir hafa staðið sig.Niðurstaðan er þessi: Leiðtogar og frambjóðendur stjórnarflokkanna gáfu öldruðum og öryrkjum það loforð fyrir alþingiskosningarnar 2013, að lífeyrir aldraðra og öryrkja yrði leiðréttur vegna kjaragliðnunar krepputímans 2009-2013.Sjálfstæðisflokkurinn lofaði að gera þetta þannig, að lífeyrir aldraðra yrði hækkaður til samræmis við hækkun lægstu launa 2009-2013. Framsóknarflokkurinn samþykkti, að lífeyrir yrði leiðréttur vegna kjaragliðnunar ( kjaraskerðingar) krepputímans.Það er ekki farið að efna þetta stóra kosningaloforð ennþá rétt fyrr alþingiskosningar.
Lofaði að afnema allar tekjutengingar
Formaður Sjálfstæðisflokksins,Bjarni Benediktsson, sendi öldruðum bréf 2013 og lofaði þeim því, að allar tekjutengingar í kerfi almannatrygginga yrðu afnumdar.Það þýddi að hætta að skerða lífeyri aldraðra hjá almannatryggingum vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna tekna af atvinnu og fjármagni.Þetta var stórt loforð og þýddi miklar kjarabætur fyrir aldraða, ef efnt yrði. Það þýðir ekki fyrir Bjarna að biðja um vinnu áfram nema hann efni þetta stóra loforð fyrst. Það er hreinlegast að afnema þessar tekjutengingar alveg í stað þess að vera að krukka í þær.Og loforðin voru fleiri. Stjórnarflokkarnr lofuðu að afturkalla alla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá árinu 2009. Það voru 6 atriði. Það er búið að efna 3 þeirra en 3 eru eftir. Það verður að efna þau líka.Fyrr geta þingmenn ekki sótt um vinnu hjá okkur á ný.