Eftirfarandi pistill birtist á vefnum considerable.com og er skrifaður á þeim árstíma þegar bandarískir námsmenn hefja háskólanám. Höfundurinn heitir Ann Brenoff og hún lýsir hér reynslu sinni af því þegar börnin hennar fóru að heiman. Hér fyrir neðan er pistillinn í þýðingu Lifðu núna.
Það ríkir þrúgandi þögn á mörgum heimilum á þessum árstíma. Ástæðan er sú að yngsta barnið hefur flogið úr hreiðrinu og haldið til háskólanáms, mörg hundruð kílómetra frá heimilinu.
Ég á tvö börn, stúlku sem byrjaði í háskóla i fyrra og son sem er að byrja núna.Þar sem mér fannst ég ekki hafa undirbúið þau nógu vel fyrir framtíðina tók ég upp á því að læða að þeim nokkrum gullvægum heilræðum. Það gerði ég til dæmis meðan sonurinn var að fá eggið sitt á disk á fallegum veitingastað:
,,Þú verður alltaf að þvo nærbuxurnar þínar á réttunni“. Endilega vildi svo til að þjónninn kom að í sömu svifum og heyrði þetta. Ég var þakklát að sonur minn skyldi ekki ranghvolfa í sér augunum framan í þjóninn, heldur sagði hann bara rólega: „Já mamma mín, þú kenndir mér það. Og þakka þér fyrir það.“
Sannleikurinn er sá að bæði börnin mín spjara sig vel. Þau geta eldað, klætt sig sjálf, pantað miða á tónleika sjálf og dundað sér í YouTube að leita að öllu mögulegu. Það sem þau geta hins vegar ekki er að fylla húsið mitt með hávaða. Og ég sakna sárlega hávaðans.´
Ég sakna þess að heyra ekki lengur þegar sonur minn skellir á eftir sér hurðinni í mótmælaskyni þegar ég bið hann að fara út með hundinn. Ég sakna ískursins þegar hann keyrir bílinn sinn á ofsa hraða upp innkeyrsluna. Og ég sakna hræðilegu tónlistarinnar sem hann hlustaði á í botni. Ég komst ekki hjá að heyra hana því hann notaði alltaf bara annað heyrnartólið, hitt hékk framan á honum.
„Ég geri þetta bara mamma mín svo ég heyri í þér ef þú vilt tala við mig,“ segir hann með brosi sem gæti brætt mig. Ég sakna meia að segja afsakana hans.
Ég sakna hjóðsins sem kom frá heita vatns tankinum þegar tveir táningar fóru í táningslangar sturtur. Eg sakna ásakananna þegar einhver kláraði ísinn og og hótananna sem fylgdu ef ísboxið hafði verið skilið eftir tómt í frystinum.
Ég sakna þess að sjá aldrei dóttur mínar vera næstum dottna á Harry hundinn okkar, sem sefur ennþá fyrir framan herbergið hennar ári eftir að hún fór í háskólann. Ég sakna þess að heyra ekki lengur ískápsdyrnar opnaðar um miðnætti og koma þar að sársvöngum unglingi, þeim hinum sama sem hafði ekki haft lyst á eftirlætis réttinum sínum við kvöldverðarborðið.
Og ég sakna: ,,heyrðu manna, geturðu gefið mér sekúndu?“ einmitt þegar ég þurfti að fara á fund í vinnunni eða annað áríðandi en þá fylgdi strax á eftir: Hvort er meira áríðandi, ég eða vinnan þín?“
Ég sakna pípsins úr farsímunum og svarsins ,,Enginn“ þear ég spyr hver þetta hafi verið . Ég sakna þess að heyra ekki lengur dóttur mína lesa upphátt og bullsins sem kemur upp úr syninum þegar vekjaraklukkan hringir.
Ég gerði mér enga grein fyrr hversu þrúgandi þörgnin getur verið.