Víkingaóp eldri borgara

Wilhelm Wessman

Wilhelm Wessman

Wilhelm Wessman skrifar

 

Samstaða eldri borgara er allt sem þarf til að ná fram réttlátum kjarabótum og stoppa það að ríkið  ræni lífeyrissjóðum okkar til að niðurgreiða greiðslur frá TR.

 

Kröfurnar eru einfaldar:

  1. Að greiðslur frá TR fylgi lágmarkslaunum í landinu

  2. Að tekjutenging verði aflögð

  3. Að orðið ellilífeyrir verði lagt niður og í stað þess komi orðið eftirlaun

Við getum ekki treyst loforðum stjórnmálaflokkanna um betri kjör.

Ég tel að við munum ekki ná markmiðum okkar með því að stofna nýjan flokk.

Með því að sameinast um ofangreindar þrjár kröfur  og koma þeim á framfæri, ekki bara á milli okkar sem erum eldri borgarar í dag heldur líka til allra hinna  sem fara á eftirlaun á næstu tíu til fimmtán árum,  náum við árangri.

  • Við þurfum að markaðssetja okkur sem hóp

  • Við þurfum nýtt Víkingaóp, Óp eldriborgara.

  • Við þurfum að koma því til skila við sættum okkur ekki við fátækt.

Á langri starfsævi sem stjórnandi hér heima og  erlendis og í forustusveit í félagsmálum hef ég lært að skýr markmið og samstaða er allt sem þarf til að ná árangri.

Ritstjórn ágúst 10, 2016 10:36