Tengdar greinar

Kaffiostakakan sem enginn gleymir

Þessi ostakaka verður ógleymanleg þeim sem hana smakka og sem betur fer er hún einföld í undirbúningi. Kaffiunnendur mega nú vara sig en á þessum erfiðu tímum sem við erum að lifa núna er slík kaka til hátíðarbrigða ekki versta hugmyndin.

Botn:

200 g hafrakex (t.d. grahams)

1 dl brætt smjör

1/2 dl sykur

1 dl súkkulaðihjúpaðar kaffibaunir, saxtaðar smátt, gott að gera það í matvinnsluvél

Hitið ofninn í 180°C. Setjið kex, smjör og sykur í matvinnsluvél og maukið saman. Þrýstið blöndunni i smurt smelluform og bakið botninn í 10 mínútur. Takið hann þá úr ofninum, kælið og stráið kaffibaunamylsnunni yfir.

Fylling:

250 g rjómaostur

2 egg

3 dl sykur

1 tsk. vanilludropar

1 dl súkkulaðihjúpaðar hnetur, saxaðar

200 g vanilluskyr

2 msk. kaffisíróp (uppskrift aftar)

Hrærið saman rjómaost, egg, sykur og vanilludropa þar til blandan er orðin létt í sér. Blandið þá hnetunum saman við. hellið blöndunni yfir bakaðan botninn. Hrærið því næst vanilluskyr og kaffisíróp. Dreifið skyrblöndunni yfir rjómaostafyllinguna og bakið í 30 mínútur. Kælið kökuna áður en hún er borin fram.

Kaffisíróp:

1 dl sterkt kaffi

2 dl sykur

Setjið kaffi og sykur í pott og sjóðið saman. Hrærið í þar til blandan þykknar og kælið hana. Þeyttur rjómi með er síðan valkostur.

 

Ritstjórn apríl 3, 2020 09:53