Heimagert hummus í garðpartíið

Hvað á betur við í garðpartíinu en gómsætt, heimagert hummus sem borið er fram með fersku grænmeti til að dýfa í. Hér kemur dásamleg uppskrift að slíkri hummusídýfu:

2 bollar soðnar, kaldar kjúklingabaunir, fást líka niðursoðnar

2 hvítlauksrif

3 msk. sítrónusafi

1 tsk. salt

2-3 mak. ab mjólk eða hrein jógúrt

2 msk. ólífuolía

1/4 tks. nýmalaður pipar

Maukið allt saman í matvinnsluvél. Skerið niður grænmeti eins og til dæmis gulrætur, agúrku og sellerí. Berið líka frem með flögum að vild. Fallegt er að strá niðurskornum kryddjurtum yfir hummusinn.

 

Ritstjórn maí 21, 2021 13:17