Tengdar greinar

Kökur sem krakkarnir geta verið með í

Þessar kökur eru tilvaldar til að búa til með börnunum. Þau hafa gaman af að hella hráefninu í hærivélarskálina og finnst þau vera aðalfólkið.

3 egg

150 g smjör, mjúkt

350 g ljós púðursykur

250 g hveiti

1 tsk. lyftiduft

2 tsk. vanilludropar

150 g súkkulaðidropar

100 g heslihnetur, góft saxaðar

Hrærið saman egg, smjör, púðursykur, og vanilludropum. Sigtið saman hveiti og lyftiduft og hrærið því síðan saman við smjörblönduna. Blandið helslihnetunum og súkkulaðidropum saman við. Smyrjið lítið skúffukökuform og jafnið deiginu í það. Bakið í miðjum ofni í 180 C í 20 – 25 mínútur. Takið formið úr ofninum og látið standa í 15 mín. Skerið kökuna síðan í bita og kælið áfram þangað til gestum er boðið herlegheitin.

Ritstjórn mars 26, 2022 20:49