salatbrauðteningar, tilbúnir i pakka eða brauðsneiðar sem hafa verið ristaðar í ofni þar til þær eru stökkar og skornar í bita
3 þroskaðar perur
200 g salatblanda
200 g góður ostur eins og gullostur, brie eða höfðingja
50 g valhnetur eða pecanhnetur, ristið þær á þurri pönnu
2 límónur
3 msk. ólífuolía
nýmalaður pipar
salt
Afhýðið perurnar og skerið hverja í tvennt eftir endilöngu. Kjarnhreinsið þær og skerið í bita og setjið í skál ásamt salatinu. Skerið ostinn í bita og blandið honum og hnetunum saman við. Kreistið safann út límónunum yfir, kryddið með pipar og salti og blandið vel saman. Dreifið brauðteningunum yfir salatið og ýrið olíunni yfir. Blandið aftur vel saman. Berið fram sem léttan aðalrétt með góðu brauði.