Eftirfarandi fréttatilkynning frá Landssambandi eldri borgara boða fund með frambjóðendum allra flokka er bjóða fram til Alþingis í ár:
Landssamband eldri borgara hefur boðað til kosningafundar með frambjóðendum allra flokka sem bjóða fram á landsvísu, fimmtudaginn 21. nóvember nk. kl. 16:00-18:00.
Fundurinn verður haldinn í Húsi Fagfélaganna, Stórhöfða 31, Grafarvogsmegin.
Fundurinn verður einnig í beinu streymi.
Fundarstjóri verður Arnar Páll Hauksson.
Málefni fundarins verða þau mál sem brenna mest á eldri borgurum þessa lands, svo sem; kjaramál, heilbrigðismál og húsnæðismál.
Frambjóðendur allra flokka sem bjóða fram á landsvísu munu kynna sín stefnumál í þeim málaflokkum sem snúa að eldri borgurum og að því loknu verða pallborðsumræður þar sem spurningum almennings verður beint til frambjóðenda.