Uppskrift að dýrlegum kjúklilngarétti frá Jamie Oliver

4 kjúklingabringur

4 msk. hunang

3 msk. Dijon sinnep

2 hvítlauksrif, marin

200 g aspars, meira ef vill

fjórar meðalstórar kartöflur, skornar í báta eða smælki fyrir fjóra skorin til helminga

Kryddlögur:

6 – 8 msk. ólífuolía

2 msk. chiliflögur

2 msk. madras karry

maldon salt og nýmalaður pipar

Setjið hluta kryddlagarins í skál til að velta kartöflunum upp úr að lokinni suðu.  Skerið kjúklingabringurnar í tvennt eftir endilöngu og leggið í kryddlöginn og látið þær liggja í honum í klukkutíma. Með því að skera bringurnar í tvennt þarfnast þær styttri eldunartíma. Undirbúið meðlætið á meðan. Sjóðið kartöflurnar í 10 mínútur, þerrið þær og veltið þeim því næst upp úr kryddleginum. Látið þær í ofnskúffu eða eldfast fat og látið brúnast nokkuð ofni við 190 gráður. Steikið eða grillið bringurnar og látið að lokum inn í ofn með sneið af uppáhaldsostinum yfir og stráið saxaðri steinselju yfir að lokum.

Aspars

200 g aspars
börkur af 1/2 sítrónu, lífrænni
rifinn parmesanostur
salt og svartur pipar

Aspars er til allt árið en er bestur á vorin. Brjótið neðsta hlutann af honum eða skerið og skolið. Hitið olíu á pönnu og steikið asparsinn í nokkrar mínútur. Stráið salti og pipar, sítrónuberki og rifnum parmesanostinum yfir og látið steikjast áfram í 2 mínútur.