Allir vita hversu nauðsynlegt það er að hreyfa sig til að halda liðleika og góðri heilsu frameftir ævi. Það er hægt að kaupa sér aðgang að líkamsræktarsölum eða taka þátt í leikfimihópum en svo má koma sér upp eigin æfingaprógrammi heima fyrir og
gera góðar æfingar á sínum hraða. Nýlega komu á markað handhæg hreyfispjöld með góðum skýringamyndum sem gera fólki þetta kleift.
Þetta eru einföld æfingaspjöld með fjölbreyttum æfingum sérhönnuðum af íþrótta- og heilsufræðingum til að auka styrk, þol, liðleika og jafnvægi. Engin tæki eða tól þarf til því æfingarnar miða við að fólk noti eigin líkamsþyngd og hægt er að gera sér þær eins erfiðar eða léttar og menn þurfa á að halda. Meðal þess sem er hægt að nýta sér eru 7 æfingar dagsins en þær eru góð leið til að byrja og svo má bæta við eftir því sem menn vilja. Hreyfispjöldin eru í hentugri stærð þannig að myndirnar eru skýrar og leiðbeiningarnar auðlæsilegar. Ekki er nauðsynlegt að hafa reynslu af hreyfingu því vel er útskýrt hvernig best er að gera æfingarnar. Það er því um að gera að nýta sér þessa þægilegu og skemmtilegu nýjung og stunda sína líkamsrækt heima.







