Að halda þyngdinni í skefjum í desember

Samkvæmt nýlegri bandarískri rannsókn bætir fólk að meðaltali um kílói við líkamsþyngd sína í desember. Það væri svo sem allt í lagi af að fólk næði þessu kílói af sér í  janúar eða febrúar en það gerist í fæstum tilvikum. Kílóið er komið til að vera og smátt og smátt fjölgar jólakílóunum, segir á vefnum aarp.org.

Til að koma í veg fyrir að þyngjast í desember bendir vefurinn á að fólk ætti ekki að svelta sig áður en það fer á jólahlaðborð eða í matarboð. Borið eins og þið eruð vön áður en þið farið í boðið þá eru miklu minni líkur á að þið borðið yfir ykkur. Fólki er líka bent á að fá sér ríkulega af salati ef það er í boði, tærri súpu, rækjukokkteil eða öðru því sem ekki er mjög kalóríuríkt. Það fyllirupp í magann. Svo er það gamla góða ráðið að fá sér stórt vatnsglas áður en sest er að borðum.

Passið ykkur á fljótandi kalóríum. Við erum mörg sem gleymum að taka þær með í reikninginn. Haldið ykkur við lítið glas af léttum bjór, léttvíni eða freyðivíni. Drekkið eitt glas af vatni á móti hverju glasi af áfengi sem þið drekkið.

Það getur verið erfitt að hafa stjórn á sér þegar maður stendur fyrir framan girnilegt hlaðborð. Reynið að byrja á því að fylla upp í magann með réttum sem eru ekki mjög kalóríuríkir. Skoðið síðan allt nákvæmlega sem er í boði og veljið ykkur einn eða tvo rétti sem ykkur þykja girnilegastir og setjið mest á diskinn af þeim. Fáið ykkur bara munnbita af örðum réttum og í staðinn fyrir að fá ykkur desert, fáið ykkur einn súkkulaðibita.

 

Ritstjórn desember 13, 2018 12:45