Bráðhollir sveppir

Langt er síðan menn upptgötvuðu næringarefni og virkni þeirra. Þau hafa flest verið kortlögð og miklar rannsóknir liggja að baki þekkingu manna á þeim. Við vitum að menn hafa þörf fyrir daglegan skammt af öllum þessum efnum. Stundum er talað um ofurfæðu og þá átt við fæðutegundir sem innihalda mörg næringarefni í nokkru magni.

Sveppir eru meðal þeirra matartegunda sem hlotið hafa sæmdarheitið ofurfæða. Sérstaða þeirra felst meðal annars í því að þeir innihalda amínósýruna, ergothioneine en vísindamenn telja sig hafa fært sönnur á að hún vinnur gegn öldrun og hefur góð áhrif á heilann. Þótt ráðlagðir dagskammtar vítamína séu ekki stórir er mikilvægt að neyta fjölbreytts úrval þeirra á hverjum degi. Talað er um ráðlagða dagskammta vegna þess að ekki er klippt og skorið hve stórir þeir eiga að vera og að einhverju leyti er það háð umhverfisþáttum, einstaklingsbundið og svo er enn verið að uppgötva ný vítamín og næringarefni.

Enn flækist málið þegar tekið er tillit til þess að næringarefni hafa innbyrðis áhrif hvert á annað og skorti eitt getur það valdið því að líkaminn á efitt með að taka upp annað. Sumir vísindamenn hafa viljað flokka ergothioneine sem vítamín. Ýmis gögn benda til að ákveðnir frumuhvatar safni þessari tilteknu amínósýru og varðveiti hana í vefjunum. En þar vinnur það að uppbyggingu ónæmiskerfisins og hjálpar til við að hreinsa út úrgangsefni.

 „Sveppir eru einnig ríkir af andoxunarefnum og efni í þeim vinna brýnt starf við að leita uppi og eyða sindurefnum. Þetta er mjög mikilvægt við uppbyggingu vefja og viðhald vöðva líkamans.“

Gott fyrir hjarta og heila

Auk ergothioneine innihalda sveppir hið velþekkta næringarefni glutathione. Flestir ætisveppir eru ríkir af báðum þessum efnum en í sumum er meira af öðru en hinu. Það góða er að næringarefnin minnka ekki þótt sveppirnir séu eldaðir en mikið af efnum rýkur úr bæði grænmeti og ávöxtum við eldun. Þessar amínósýrur gegna mikilvægu hlutverki við að endurnýja og endurnýta birgðir C- og E-vítamína í líkamanum.

Sveppir eru einnig ríkir af andoxunarefnum og efni í þeim vinna brýnt starf við að leita uppi og eyða sindurefnum. Þetta er mjög mikilvægt við uppbyggingu vefja og viðhald vöðva líkamans. Að auki benda rannsóknir til að það hafi góð áhrif á hjartað, minnki bólgur í líkamanum og geti unnið gegn streitu. Bent er á að í löndum eins og Frakklandi og Ítalíu eru hjarta-, æða- og taugasjúkdómar sjaldgæfari en til að mynda í Bandaríkjunum en í þessum löndum eru margs konar sveppir sjálfsagður hluti mataræðis meðan mun minna er notað af þeim vestan hafs. Enn sem komið er hafa ekki verið gerðar tæmandi rannsóknir á hvort fylgni er þarna á milli en þær sem gerðar hafa verið virðast benda í þá átt að amínósýrur í sveppum dragi úr líkum á að menn fái slíka sjúkdóma. Sveppir eru einnig vinsæll hluti mataræðis þeirra er kjósa vegan-lífsstíl.

Porcini-sveppir eru sérlega ríkir af amínósýrum en þeir þyrið virðast benda nnsþeim vestan hafs. þykja mikið lostæti á Ítalíu, portobello, kastaníusveppir og hvítir matsveppir. Nýlegar rannsóknir hafa einnig leitt í ljós að sveppir eru mjög góðir fyrir meltinguna og geta hjálpað mönnum að léttast hraðar.

Steingerður Steinarsdóttir ritstjóri Lifðu núna skrifar.

Ritstjórn febrúar 17, 2025 07:00