Hækkun almenns frítekjumarks ellilífeyris

Í fréttatilkynningu frá stjórnarráði Íslands var eftirfarandi kynnt í dag:

Almennt frítekjumark ellilífeyris hækkar samkvæmt fjárlagafrumvarpinu um 46% eða sem nemur 138.000 krónum á ári á einstakling. Fyrirhugaðar breytingar taka gildi þann 1. janúar nk. og fylgir ellilífeyrir eftir það reglubundinni hækkun á bótum almannatrygginga, líkt og á við um frítekjumörk í örorkulífeyriskerfinu eftir lagabreytingar þar að lútandi síðastliðið vor. Í frumvarpinu er einnig kveðið á um 200 milljóna króna viðbótarframlag vegna Gott að eldast en þar taka stjórnvöld utan um þjónustu við eldra fólk með nýjum hætti.

Þá hækka bætur almannatrygginga um 4,3% nú um áramótin vegna launa og verðlags. Hækkunin nemur 4,5 milljörðum króna vegna örorku og endurhæfingar og 5 milljörðum króna vegna ellilífeyris.

Ritstjórn september 11, 2024 19:19