Nú er óhætt að segja að sumarið sé komið þótt einstaka kuldadagar eigi eftir að gera vart við sig. Árbítur á pallinum er svo skemmtilegur siður og þá er girnileg eggjakaka tilvalin á veitingaborðið. Þessi sem hér er uppskrift að er einstaklega ljúffeng og einfalt að útbúa. Þessi eggjakaka er líka falleg á borði með góðu brauði. Óhætt er að mæla með henni.
300 g kartöflur
2 msk. ólífuolía
2 hvítlauksrif, smátt söxuð
1/2 knippi steinselja, saxað
4 egg
2-3 msk. vatn
nýmalaður pipar
salt
3 msk. nýrifinn parmesan ostur
Afhýðir kartöflurnar og skerið í litla teninga. Hitið olíuna á pönnu og steikið kartöflurnar í um 10 mín. eða þar til þær eru meyrar. Hrærið oft í á meðan. Hitið grillið í ofninum. Setjið hvítlauk og steinselju á pönnuna og steikið í 2-3 mín. í viðbót. Þeytið sama egg, vatn, pipar og salt og hellið yfir, (fram og aftur en ekki í hring) þar til eggin eru farin að hlaupa. Takið pönnuna þá af. hitanum og dreifið ostinum yfir. Stingið henni undir grillið í ofninum þar til osturinn er farinn að taka lit. Berið fram með klettasalati og góðu brauði.