Litríkt pastasalat og klettakálspestó

Hér má sjá hráefnið sem notað er í þetta litríka og holla salat

 

LITRÍKT PASTASALAT OG KLETTAKÁLSPESTÓ

gengur líka fyrir grænmetisætur

fyrir 4-6

3 kjúklingabringur, skornar í bita

1 poki tagliatelle pasta, t.d. ferskt frá Rana, þarf aðeins 2 mín. í suðu

1 rauð paprika, skorin í bita

1 gul paprika, skorin í bita

ferskur brokkólístilkur skorinn niður og soðinn í söltu vatni í 5 mín.

1 rauðlaukur, skorinn í bita

½ kúrbítur í sneiðum

1 lítil sæt kartafla, sneidd og steikt í olíu

fetaostur ef vill

Sjóðið pastað. Útbúið pestóið og hellið svolitlu af því yfir júklingabitana og látið þá liggja í því á meðan annað hráefni er útbúið. Látið bitana í eldfast fat í ofn á 150°C í 15 mín. Steikið sætu kartöflusneiðarnar og kúrbítssneiðarnar í olíu á pönnu.

Blandið síðan öllu hráefninu saman og hellið klettakálspestóinu yfir.

Ef kjúklingnum er sleppt má vel bjóða grænmetisætum upp á þetta fallega og holla salat. Síðan má líka skipta kjúklingnum út fyrir hvítan fisk.

 

Klettakálspestó

2 dl ólífuolía

100 g (1 poki) klettakál

2 msk. rifinn parmesan

2 msk. furuhnetur

1 tsk. hunang

Allt sett í matvinnsluvél og maukað.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ritstjórn september 29, 2017 13:29