„Lengstum hefur C-vitamínskortur verið tengdur við skyrbjúg. Það gæti hafa orsakast af áhorfi á of margar sjóræningjamyndir í gamla daga en í öllu falli birtast myndir af tannlausum sjóræningjum þegar ég heyri minnst á C-vítamínskort,“ segir næringarfræðingurinn Joy Stephenson.
„Þegar sjóræningjarnir voru og hétu fylltu þeir skip sín af ferskum ávöxtum og grænmeti sem þeir urðu að borða áður en það skemmdist. Gómar þeirra myndu bólgna og úr þeim blæddi og tennurnar losnuðu. Heilsa þeirra snarversnaði eftir því sem leiðangrarnir lengdust. Af öllu þessu varð ég snemma mjög upptekinn af því að borða fæðu ríka af C-vítamíni og þar eru bæði ávextir og grænmeti meðtalin.
Til allrar hamingju er skyrbjúgur mjög sjaldgæft vandamál í dag þar sem flestir hafa aðgang að ávöxtum, grænmeti eða vitamínbættri fæðu. En C-vítamínskortur getur samt orðið þótt hann verði ekki svo mikill að hann valdi skyrbjúg, sérstaklega meðal eldri kvenna.
Af hverju er C-vítamín svo mikilvægt fyrir eldra fólk?
Rannsóknir hafa sýnt að 10–26% karla og 7–14% kvenna greinast með C-vítamínskort.
Fyrir konur sem hafa gengið með mörg börn er nauðsynlegt að taka inn C-vítamín aukalega. Linus Pauling-stofnunin, sem er kennd við Nóbelsverðlaunahafann í efnafræði, Linus Pauling, mælir með því að konur eftir 50 ára auki C-vítaminninntöku upp í 400 mg á dag. Mælt er með því að konur bæti inn þessum skammti af C-vítamíni til að vinna á sjúkdómum eins og hjartaáfalli, heilablóðfalli og ákveðnum tegundum krabbameina.
En C-vítamín gerir meira en vernda okkur gegn þessum aldurstengdu sjúkdómum. Það hjálpar líkamanum líka til að nýta betur nauðsynleg næringarefni eins og kolvetni, fitu og prótein. Það hjálpar einnig við að efla ónæmiskerfið, lækka háþrýsting og viðhalda mýkt húðarinnar.
Hvernig má merkja C-vítamínskort?
Fyrir utan að missa tennurnar, eins og gerðist áður fyrr, eru hér nokkur einkenni um þennan skort:
- Þreyta.
- Tilfinning um almenna vanlíðan.
- Bólga í gómum.
- Liðverkir.
- Sár gróa illa.
Fyrir nokkrum árum fór ég að finna fyrir einkennum eins og bólgu í gómi þrátt fyrir góða tannhirðu og hreinlæti. Ég fór líka að finna fyrir þreytu þótt ég svæfi nóg.
Læknir minn athugaði C-vítamín í líkama mínum og fann út að ég þjáðist af C-vítamínskorti þótt ég væri að borða C-vítamínríka fæðu.
Læknirinn útilokaði ástand sem myndi hafa aukið þörfina á auka C-vítamíni eins og alkóhólisma, reykingar, krabbamein, krónískar sýkingar, meltingarvandamál og langvarandi streitu. Eftir nokkra auka rannsókn komst hann að því að ég bar sérstakt gen sem kemur í veg fyrir að ég geti tekið upp nægilegt magn af C-vítamíni úr fæðunni. Hann ráðlagði mér að taka inn aukamagn af þessu vítamíni.
Ég tók skammtinn samviskusamlega í heilt ár og þá voru næringargildi mín athuguð aftur. Þið getið ímyndað ykkur undrun mína þegar í ljós kom að C-vítamíngildi í líkama mínum reyndist áfram lágt þrátt fyrir inntöku aukaskammts. Eftir nokkra rannsókn komst læknir minn að því að það getur verið erfitt fyrir líkama sumra að vinna C-vítamín úr fæðunni. Stundum þarf að gera nokkrar tilraunir áður en rétta fæðan er fundin sem passar líkamanum.
Svo að það sem ég tek frá þessum rannsóknum á mér er að það sem við höldum að sé hið rétta þarf ekki að vera það. Svo að í raun er nauðsynlegt fyrir okkur öll að láta mæla gildin í líkamanum að minnsta kosti árlega.
Þegar kemur að næringarástandi líkamans er nauðsynlegt að prófa en ekki giska.
Ég ráðlegg því öllum að láta heilbrigðisfulltrúa bæta inn næringarprófunum við heilsurannsóknir sínar.“
Þýdd og staðfærð grein af vef Sixtyandme.com.