Skattleysismörk verði 350 þúsund krónur á mánuði

Flokkur fólksins hefur birt lista yfir forgangsmál sín í komandi kosningum. Þar á meðal eru þessir punktar sem snúa einkum að eldri borgurum og svo líka öryrkjum. Þar er margt athyglisvert að finna, en flokkurinn leggur mikla áherslu á þessi mál eins og fram hefur komið. Áður hefur Lifðu núna birt áherslur Frjálslynda lýðræðisflokksins og mun halda áfram að birta stefnu flokkanna í málefnum eldra fólks fram að kosningum. Flokkur fólksins býður fram undir listabókstafnum F. En þá að punktum hans.

Brjótum múra — bætum kjörin!

  • Lágmarksframfærsla verði 350.000 kr. skatta- og skerðingalaust!
  • Innleiðum nýtt almannatryggingakerfi sem tryggir lágmarksframfærslu og afnám skerðinga. Látum víxlverkandi skerðingarreglur ekki læsa fólk í fátæktargildru.
  • Við ætlum að heimila öllum öryrkjum sem treysta sér til, að reyna fyrir sér á vinnumarkaði í tvö ár án skerðinga og án þess að örorka þeirra sé endurmetin.
  • Við hvetjum einstaklinginn til sjálfsbjargar og munum aldrei refsa þeim né skerða tekjur þeirra, sem vilja og geta bjargað sér að einhverju leyti sjálfir.
  • Við munum löggilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Hættum að skattleggja fátækt!

  • Við krefjumst réttlætis fyrir alla í ríku landi, svo hér verði betra að búa.
  • Skattleysismörk verði hækkuð í 350.000 kr. á mánuði.

Gerum efri árin að gæðaárum!

  • Efri árin eiga hvorki að vera fátæktargildra né kvíðaefni.
  • Við ætlum að hækka frítekjumark ellilífeyris vegna lífeyristekna frá 25.000 kr. upp í 100.000 kr.
  • Við munum leggja niður skerðingar á ellilífeyri vegna atvinnutekna.

Tryggjum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld!

  • Við munum tryggja öldruðum búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum.
  • Við munum berjast fyrir því að hjálpartæki verði undanþegin virðisaukaskatti.
  • Við ætlum að afnema vasapeninga-fyrirkomulagið.
  • Við ætlum að leiðrétta samansafnaða kjaragliðnun örorku- og ellilífeyrisþega.
  • Við munum tryggja aukið lýðræði og gegnsæi í lífeyrissjóðum.
  • Við munum tryggja að lífeyrisréttindi erfist við andlát.

Skylt efni:


 

Ritstjórn september 13, 2021 11:00