Messi dásamlega terta getur vel gengið sem eftirréttur, ekki síst um jólin. Hún bráðnar í munni.
350 g sykur
250 g valhnetur, saxaðar
250 g döðlur, saxaðar
8 eggjahvítur
8 súkkulaðikex
2 tsk. lyftiduft
1 peli rjómi
Myljið kexkökurnar smátt og blandið öllum þurrefnunum ásamt döðlunum og valhnetunum saman. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið saman við þurrefnin. Smyrjið hátt, lausbotna smelluform og þekið hliðarnar með bökunarpappír. Hellið blöndunni í og bakið í 45 mínútur við 180 gráður á Celsius. Kakan getur virst nokkuð blaut þegar hún kemur út ofninum en það er allt í lagni. Losið um kökuna og látið hana kólna vel. Loks er rjóminn þeyttur og settur ofan á. Best er að bera kökuna fram kalda.