Þessi sparilega terta er dæmigerð sunnudagskaka og líka tilvalin sem eftirréttur. Í upphaflegri uppskrift er meiri sykur en hér er en döðlurnar eru svo sætar að óhætt er að minnka sykurinn. Það er heldur hollara en auðvitað erum við ekki að borða svona tertu á hverjum degi.
250 g sykur
250 g pecanhnetur, smátt saxaðar
300 g döðlur, smátt saxaðar
8 eggjahvítur
4 msk. kakó
10 súkkulaðikexkökur
2 tsk. lyftiduft
1 peli rjómi
Blandið öllum þurrefnunum saman og myljið kexið saman við og líka döðlurnar og pecanhneturnar. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið varlega saman við þurrefnin. Smyrjið lausbotna smelluform, smyrjið hliðarnar áður en blandan er sett í. Hellið blöndunni í og bakið við 180°C í 45 mínútur. Kakan virkar blaut og kless þegar hún kemur úr ofninum en það er í lagi. Losið formið utan af og látið kökuna kólna vel. Loks er rjóminn þeyttur og settur ofan á. Fallegt er að raspa súkkulaði yfir rjómann áður en kakan er borin fram.