Unaðsleg vetrarsúpa

 

Ítalir eru þekktir fyrir dýrlegar súpur og þekktust þeirra er sennilega MINESTRONE en hún er ein sú vinsælasta að útbúa á köldum vetrarkvöldum. Til eru óteljandi útgáfur af þessari dásamlegu súpu en ferskt grænmeti og pasta eru yfirleitt meðal innihaldsefna. Þessi útgáfa sem hér birtist byggir á þeirri ítölsku og er margprófuð. Saman við hana má svo setja gúllasbita og verður hún þá enn matarmeiri.

2 msk. ólífuolía

1 stór eða 2 litlir laukar

1 lítið eggaldin (má sleppa)

3 gulrætur

2 sellerístilkar

3-4 kartöflur

3 msk. tómatkraftur

1/2 brokkólíhöfuð, hlutað í sundur

1 dós niðursoðnir tómatar

1- lítri gnænmetissoð (teningur og soðið vatn)

ítölsk kryddblanda (Italian seasoning)

salt og grófmalaður pipar eftir smekk

2 dl pasta (pastaskrúfur eða penne pasta)

2 msk. fersk steinselja

Hitið olíuna í potti og mýkið smátt skorinn laukinn í henni. Skerið eggaldinið, gulræturnar, selleríið og kartöflurnar í litla bita og bætið út í pottinn og mýkið það í nokkrar mínútur í heitri olíunni. Bætið síðan tómatkraftinum, brokkólíinu, tómötunum og grænmetissoðinu út í og kryddið eftir smekk með ítölsku kryddblöndunni og salti og pipar. Látið malla við vægan hita í klukkustund. Sjóðið pastað í öðrum potti samkvæmt  leiðbeiningum á pakka. Látið renna af því í sigti og bætið út í súpuna. Að lokum er steinseljunni bætt saman við og súpan borin fram. Og hún er ekki verri daginn eftir, tilvalin í nesti í vinnuna.

 

 

 

 

 

 

Ritstjórn febrúar 16, 2018 10:33