Sítrónukjúklingur

4 kjúklingalæri með legg

4 sítrónur, lífrænt ræktaðar

50 g smjör

2 msk. hunang

1 – 2 greinar ferkst rósmarin

½ tsk. þurrkað tímían

1 hvítlauksrif, saxað

nýmalaður pipar

½ – 1 tsk. salt, má sleppa

Hitið ofninn í 200 °C. Skiptið hverju læri í tvennt og raðið í eldfast fat. Skerið 3 sítrónur í báta og dreifið í kringum bitana og á milli þeirra. Setjið smjör, hunang, tímían, hvítlauk og salt og pipar í pott og kreistið safann úr fjórðu sítrónunni út í og hitið að suðu. Hellið jafnt yfir kúklinginn og sítrónunurnar í fatinu. Setjið í ofninn og bakið við 200 °C í 40 mín. eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn og sítrónubátarnir farir að taka góðan lit. Með þessum rétti er gott að bera fram hrísgrjón en sumir kjósa frekar ofnbakað rótargrænmet eins og iðurskornar kartöflur, gulrætur og sellerírót er tilvalið að baka í sér fati með kjúklingaréttinum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ritstjórn janúar 12, 2018 10:50