Tengdar greinar

Rabarbaraskúffukaka sem allir elska

Rabarbari hefur verið ræktaður hér í um 130 ár. Hann mun upphaflega vera frá Asíu en hefur eflaust verið fluttur  hingað frá Danmörku um 1880. Það er hægt að nýta hann langt fram eftir sumri. Rabarbarastilikina má nota í sultur, grauta, saft, sósur, vín, kökur og margt fleira. Við fundum þessa uppskrift að rabarbaraskúffuköku á vefnum pjatt.is og hún er afbragðsgóð.

(mynd Pjatt.is)

 Mylsnan

• 6 matskeiðar ósaltað smjör, brætt (geymt við stofuhita fyrir ofnskúffuna).
• 1 bolli hveiti (plús aðeins meira fyrir ofnskúffuna).
• ½ bolli ljós púðursykur
• ¼ teskeið salt

INNIHALD

• 230 gr. rabarbari skorinn í litla bita
• 1 matskeið ljós púðursykur
• 1 bolli hveiti
• ½ teskeið lyftiduft
• ¼ teskeið salt
• ½ bolli ósaltað smjör við stofuhita
• 1 bolli flórsykur
• 2 egg
• ½ teskeið hreint vanilluduft eða vanilludropar

AÐFERÐ
1. Hitið ofninn í180° og smyrjið smjöri í 20 cm bökunarplötu. Klæðið bökunarplötuna með bökunarpappír og smyrjið smjöri yfir pappírinn. Stráið dálitlu hveiti yfir og bankið auka hveiti burt.
2. Fyrir mylsnuna: Hræið saman smjöri, púðursykri og salti. Bættu hveiti við með gaffli og blandaðu þar til tiltölulega stórar mylsnur myndast. Geymið í ísskáp.
3. Fyrir kökuna: Í meðal stóra skál er blandað saman rabarbara, púðursykri og ¼ bolla af hveiti. Í aðra meðal stóra skál er blandað saman ¾ bolla hveiti, lyftidufti og salti. Blandið saman í hrærivélaskál smjöri og flórsykri og hrærið þar til létt og ljóst. Setjið svo eitt egg í einu út í blönduna. Með hrærivélina lágt stillta blandið saman vanilludufti/dropum og síðan hveitiblöndunni.
4. Hellið deiginu í bökunarplötuna, stráið svo rabarbarablöndunni yfir og að lokum púðursykurmynslunni sem búið er  að kæla í ísskáp.
5. Bakið þar til kakan er gyllt eða í um 45-50 mín. Látið kökuna kólna alveg í bökunarplötunni. Lyftið kökunni úr með bökunarpappírnum. Það fást 16 bitar úr þessari uppskrift. Berið fram með þeyttum rjóma.

 

Ritstjórn júní 29, 2018 08:14