Salt bindur vatn í líkamanum. Til að minnka líkurnar á bjúgmyndun og til að draga úr líkum á því að blóðþrýstingurinn fari upp úr öllu valdi ætti fólk að draga úr saltneyslu. Flestir vita jú að háþrýstingur er einn af áhættuþáttunum hjarta- og æðasjúkdóma.
Ekki meira en sex grömm
Samkvæmt neyslukönnunum borða Íslendingar of mikið salt. Karlar neyta að meðaltali 9,5 gramma á dag en konur 6,5 gramma. Ráðlögð dagsneysla er sex grömm. Salt er nauðsynlegt líkamanum svo hann starfi eðlilega en hann þarf ekki nema 1,5 gramm til að komast af.
Elda heima
Í grein á vef Landlæknisembættisins er mælt með að dregið sé úr saltneyslu. Það getur hins verið þrautin þyngri að átta sig á því hversu mikið salt er í matnum sem við borðum þar sem stræstur hluti salts í fæðunni kemur úr unnum matvælum, svo sem kjötvörum, brauði, osti, pakkasúpum og sósum, tilbúnum réttum og skyndibita. Fólk þarf því að venja sig á að lesa utan á umbúðir. Hvað varðar skyndibitann er það þrautin þyngri þar sem innihaldslýsing fylgir sjaldnast með. Heima er hins vegar hægt að draga úr saltnotkun þegar eldað er en nota í staðinn kryddjurtir.
Hollráð frá Landlækni
- Veldu frekar óunnin matvæli – unnin matvæli eru yfirleitt saltrík.
- Lestu utan á umbúðir matvæla – veldu sem oftast saltminni vörur. Vara telst saltrík ef það eru meira en 1,25 g salt (meira en 0,5 g natríum) í 100 grömmum.
- Takmarkaðu notkun salts við matargerð – fjöldi annarra krydda getur kitlað bragðlaukana. Vert er að taka það fram að tegund salts skiptir ekki máli, NaCl úr hvaða salti sem er getur hækkað blóðþrýsting.
- Bragðaðu matinn áður en saltað er – ekki bera fram salt með matnum.
- Veldu skráargatsmerktar vörur – þær innihalda yfirleitt minna sal