200 g valhnetur, létt ristaðar og malaðar í matvinnsluvél
100 g valhnetur, létt ristaðar og grófsaxaðar
1 bolli hveiti
1/2 bolli sykur
1 tsk. lyftiduft
125 g smjör, stofuheitt
2 egg
1 tsk. rifinn sítrónubörkur
Látið 200 g malaðar valhnetur í skál. Blandið hveiti, sykri, og lyftidufti út í og hrærið saman. Látið grófsöxuðu valhneturnar líka út í ein geymið svolítið af þeim til að skreyta kökuna með. Hærið eggjunum, smjöri og sítrónuberki saman við þurrefnin. Hærið þar til allt hefur blandast vel saman. Látið í smurt, hveitistráð, lausbotna form (20 sm í þvermál og bakið í ofni við 170¨C í 30 mínútur. Kælið kökuna í smástund og hellið svolitlu hlynsírópi yfir hana og skreytið með valhnetunum. Látið hana kólna síðan alveg. Berið kökuna fram með sýrðum rjóma.