Nú er engum blöðum um það að fletta að sumarið er komið. Þetta salat er sumarlegt, bæði í útliti og bragði, og sérlega skemmtilegt að bera það á borð í garðveislunni eða bara á sumarlegum degi með fjölskyldunni.
2 lítil eggaldin (þessi litlu eru betri)
salt
4 tómatar, helst plómutómatar
3 paprikur, mismunandi litar
1 kúrbítur
ólífuolía
15 litlar mozzarellakúlur
12 – 15 ólífur
2 msk. kapers
2 tsk. balsamedik
nýmalaður pipar
Skerið eggaldin í sneiðar, ekki of þunnar. Skerið hvern tómat í tvennt. Skerið hverja papriku í 6 geira og hreinsið fræin og hvítu rifin innan úr. Skeri kúrbítinn í sneiðar á ská. Hitið grill eða grillpönnu vel og veltið grænmetinu upp úr olíu svo að þau festist ekki við grillið. Steikið grænmetið við háan hita í 2-3 mínútur á hvorri hlið þar til það er orðið meyrt og grillrendur hafa myndast. Ýrið olíu á eftir þörfum. Þegar tómatarnir eru grillaðir er skurðhliðin látin snúa niður. Þegar allt grænmetið hefur verið grillað er það látið á fat eða í víða skál. Dreifið mozzarellakúlunum yfir ásamt ólífum og kapers. Blandið ólífuolíu, ediki, pipar og salti saman, hristið helst í hristiglasi og hellið yfir salatið. Þetta salat er rosalega gott eitt og sér með brauði eða sem meðlæti með kjöti eða fiski.